Bókasafns- og bíókvöld í Ásgarði, miðvikudaginn 2. des
30.11.2015
Deila frétt:
Svana bókaormur er búin að fara enn eina ferðina að versla bækur. Svo enginn ætti að fara tómhentur heim af bókasafninu.
Vegna fjölda áskorana hefur verið ákveðið að hafa aftur bíókvöld í Ásgarði - popp & kók,
í tengslum við bókasafnið.
Að þessu sinni verður sýnd íslenska kvikmyndin FÚSI,
sem fengið hefur mikið lof gagnrýnenda og m.a. unnið til þrennra verðlauna á norrænum kvikmyndadögum, þar á meðal áhorfendaverðlaun hátíðarinnar.
Söguþráður
Fúsi er liðlega fertugur og býr einn með móður sinni. Líf hans er í afar föstum skorðum og lítið sem kemur á óvart. Hann minnir á unga sem hefur komið sér þægilega fyrir í hreiðrinu og hefur enn ekki haft kjark til að hefja sig til flugs. Þegar ung stúlka og kona á hans reki koma óvænt inn í líf hans, fer allt úr skorðum og hann þarf að takast á við ýmislegt í fyrsta sinn.
Bókasafnið opnar kl. 20
Bíó-sýningin hefst kl. 20:30
P.S. Minnum á aðalfund Sauðfjárræktarfélagsins í Kjós í kvöld, mánudag 30. nóvember, í Ásgarði kl. 20:00.
Sjá nánar frétt: http://kjos.is/allar-frettir/nr/199130/