Borgarstjóri á Kjalarnesi
26.04.2008
Deila frétt:
Samráðsfundur borgarstjóra og íbúa á Kjalarnesi var haldinn í Fólkvangi 26. apríl. Alls mættu um fjörtíu manns á fundinn.
Marta Guðjónsdóttir formaður hverfisráðs setti fundinn og bauð íbúa velkomna og sagði að á vefinn 1,2,og Reykjavík hefur borist um 1600 ábendingar frá íbúum í Reykjavík og þar af á fimmtatug ábendinga varðandi ýmis má á Kjalarnesi.
Flutt var tónlistaatriði af nemendum Klébergsskóla og síðan fór Ingibjörg Sigurþórsdóttir yfir ábendingar sem borist hafa varðandi Kjalarnes og skýrði frá að haldinn hefði verið íbúafundur í byrjun apríl á Kjalarnesi auk barnaþings.
Flestar ábendingarnar viku að umferðaröryggismálum gagnvart Vesturlandsvegi og umhverfismálum.