Fara í efni

Borun fyrir köldu vatni í Kjósarhreppi

Deila frétt:

Ákveðið hefur verið að afla neysluvatns á Harðbala með borun. Fleiri aðilar í hreppnum hyggjast gera slíkt hið sama. Áætlað er að borun og virkjun hverrar holu geti numið 5-700 þúsundum króna. Þeir aðilar sem kunna að hafa áhuga á að slást í hópinn eru vinsamlegast beðnir að hafa samband við undirritaðan í síma 896-6984. Þegar ljóst er hvert umfang verksins verður, verður leitað tilboða í verkið. Athyglisvert er að holurnar nýtast til að meta líkur á heitu vatni neðar í berggrunninum.

 

Sigurbjörn Hjaltason