Fara í efni

Breyting á mótsstað hjá Adam

Deila frétt:

Vegna fjölda áskorana var ákveðið að færa gæðingakeppni Adams af Eyrinni á braut sem búið er að útbúa í landi Tindsstaða í Miðdal- rétt neðan við Morastaði. Þátttaka ætlar að verða góð en þegar hafa ýmis missnjallir knapar skráð sig. Reiðmaðurinn mun mæta! Bjarni á Þorláksstöðum er á óskalistanum og er skorað á reiðundrið að láta sjá sig. Ef fólk sér Villa Þ. villuráfandi í fjörunni á laugardaginn, þá á alls ekki að segja honum frá breyttum mótsstað.
Kjósverjar fjölmennið! Siggi á Ein-Staki mætir allvígalegur.
Stjórn Adams