Breytingar hjá Hive/eMax
Þær breytingar hafa orðið á rekstri þráðlausa dreifikerfis Hive að kerfið í heild sinni hefur verið selt til fyrirtækisins eMax ehf. Nýir eigendur þess og stór hluti starfsfólks eMax hafa unnið við rekstur þráðlausa dreifikerfisins frá árinu 2002 og hefur því mikla reynslu og þekkingu á því sviði.þessi breyting mun að öllu jöfnu ekki hafa áhrif á þjónustu við þá viðskiptavini sem eru með Hive tengingu í dag heldur flytjast viðskipti þeirra yfir til eMax sem mun þjónusta þá. Með þessari breytingu á rekstri kerfisins er stefn að því að bæta þjónustu við viðskiptavini og tryggja sem flestum íbúum landsbyggðarinnar aðgang að interneti. eMax ehf mun einnig yfirtaka réttindi og skyldur samkvæmt samstarfssamningi sem er í gildi við sveitarfélagið.
Á næstu vikum verður unnið að tilflutningi þessu viðskipta yfir til nýs rekstraraðila. Stefnt er að því að viðskiptavinir verði sem minnst varir við þessar breytingar.
Áskriftargjöld vegna mars mánaðar verða innheimt að Hive en eftir það mun eMax taka yfir innheimtuna.
Starfsmenn eMax munu svara öllum fyrirspurnum varðandi þessar breytingar.
Nýtt þjónustunúmer eMax er 544-4454
Netfang eMax er emax@emax.is