Fara í efni

Breytingar í hreppsnefnd Kjósarhrepps

Deila frétt:
Kjósarhreppur
Kjósarhreppur

Breytingar í hreppsnefnd Kjósarhrepps

Sigríður Klara Árnadóttir sagði sig með formlegum hætti úr hreppsnefnd Kjósarhrepps þann 23. nóvember síðast liðinn, þar sem hún hefur flutt úr sveitarfélaginu.

Í kjölfarið tekur Guðmundur H. Davíðsson fyrsti varamaður sæti sem aðalmaður í hreppsnefnd og Þórarinn Jónsson var kosinn varaoddviti hreppsnefndar.

Hreppsnefnd þakkar Sigríði Klöru fyrir góð störf fyrir sveitarfélagið og óskar henni góðs gengis í framtíðinni.