Fara í efni

Brjóstmynd af Séra Halldóri eftir Einar Jónsson myndhöggvara

Deila frétt:

Við skógræktarreit ofan við Reynivallakirkju stendur brjóstmynd af Séra Halldóri Jónssyni fyrrum sóknarpresti. Halldór var sóknarprestur á Reynivöllum frá 1899 til 1950. Þá varð hann hreppsnefndarmaður í 37 ár og þar af hreppsnefndaroddviti í 20 ár

Vinir Halldórs fengu Einar Jónsson myndhöggvara til að gera brjóstmyndina og var hún í vörslu hans um árabil. Hugmynd kom upp í Átthagafélagi Kjósverja að gefa sókninni brjóstmyndina til minningu um Halldór og honum til heiðurs. Hafði félagið samband við Einar og föluðu brjóstmyndina. Einar bauð félaginu að fá myndina endurgjaldlaust því hann væri búinn að afskrifa hana. Félagið vildi hinsvegar fá að greiða fyrir hana og sagði Einar þá að félagið réði sjálft hvað það greiddi. Sumir félagsmenn vildu að gerð yrði afsteypa af myndinni úr bronsi en aðrir voru því mótfallnir því gera þurfti það erlendis og erfitt væri að gera það vegna gjaldeyrisskorts., varð það samt úr.