Brotist inn á hreppsskrifstofurnar.
26.12.2008
Deila frétt:
Í dag kom í ljós að brotist hefur verið inn á hreppsskrifstofurnar í Ásgarði um jólin. Hurðir hafa verið sparkaðar upp með tilheyrandi skemmdum og tölvum stolið, þar á meðal bókhaldi hreppsins. Talið er að einn einstaklingur hafi verið að verki og er hér með lýst eftir ábendingum sem gætu komið að gagni við að upplýsa innbrotið, sem gæti hafa átt sér stað frá 20. desember.
Ekki hefur verið enn tilkynnt um önnur innbrot í hreppnum en því er beint til fasteignaeigenda í að þeir hugi að eignum sínum.