Fara í efni

Bubbi með tónleika í Félagsgarði Kjós 30. apríl

Deila frétt:

Þá er Bubbi mættur á heimavöll ef svo mætti segja því æska hans og uppvöxtur er tengdur órjúfanlegum böndum við Kjósina.  Þar dvaldi hann ásamt fjölskyldunni á sumrin frá unga aldri.  Nú hefur hann svo reist sitt eigið hús í sveitinni sinni.  Það er því algerlega við hæfi að hann blási til tónleika í  Félagsgarði í  Kjós.  Tónleikarnir hefjast kl 20:30.  Húsið opnar kl 20:00  miðaverð er kr 2.000.  Ný plata er væntanleg frá Bubba 06.06.08. Það er aldrei að vita nema Bubbi gefi tónleikagestum forsmekkinn af nýju plötunni á tónleikunum í Félagsgarði.