Fara í efni

Deildarfundur Sláturfélagsins

Deila frétt:

Fyrsti deildarfundur ársins  hjá Sláturfélagi Suðurlands var haldinn í Ásgarði í Kjós þann 24. febrúar.

Steinþór Skúlason forstjóri félagsins sagði að á landsvísu hafi söluaukning á innlendu kjötmeti aukist um 5%. Gerir hann ráð fyrir vegna samdráttar í þjóðfélaginu megi vænta 10% neyslusamdráttar á þessu ári. Reksturhagnaður móðurfélags án fjármagnsliða var með allra besta móti eða yfir tvöhundruð miljónir   en fjármagnsgjöld fóru fram úr öllu hófi vegna gengisþróunar og var því heildarniðurstaða veruleg neikvæð. Með styrkjandi gengi íslensku krónunnar hefur staða á síðustu vikum færst til betri vegar og vænta megi mikils gengishagnaðar á þessu ári. Í heild er rekstur Sláturfélagsins á traustum grunni og muni standa af sér þann brotsjó sem nú gengur yfir.