Deildarfundur Sláturfélagsins fjölsóttur
![]() |
| Steinþór ræðir við fundarmenn |
Steinþór Skúlason forstjóri félagsins kynnti félagsmönnum stöðu í framleiðslu-og sölumálum kjötvara. Greindi hann frá að líkur séu á að aukið framboð verði á dilkakjöti á innanlandsmarkaði vegna afnáms útflutningsskyldu, jafnframt að líkur séu á að framleiðsla muni aukast verulega á næstu árum á alifuglakjöti.
Þá nefndi hann grófa árás sem nú stendur yfir gegn félaginu, sem rekin er á netinu og gegn sér persónulega.
Fram kom á fundinum að bændur beri fullt traust til félagsins og starfa Steinþórs fyrir félagið.
Af svipmóti forstjórans mátti ráða að félagið hafi verið rekið með hagnaði á síðasta ári, að öðru leiti var ekkert gefið upp en vísað til þess að reikningar félagsins verði birtir n.k. föstudag.
![]() |
| Guðmundur og Hreiðar |
Stungið var uppá að Guðmundi Davíðssyni í Miðdal sem deildarstjóra og var hann kjörinn samhljóða. Haraldur Jónsson Varmadal kjörinn varadeildarstjóri.

