Fara í efni

Dísa fékk fyrsta laxinn

Deila frétt:

Þórdís Ólafsdóttir á Valdastöðum í Kjós landaði fyrsta laxinum úr Laxá í Kjós í morgun en veiði hófst í ánni klukkan átta í morgun.

Einungis einni og hálfri mínútu eftir að Þórdís kastaði var fyrsti laxinn á en hann veiddist í Kvíslarfossi. Skömmu síðar landaði hún 64 sm grálúsugum smálaxi.

Leigutaki árinnar, Jón Þór Júlíusson, fékk stuttu síðar lax á Klingerbergbreiðunni og reyndist sá vera 74 sm tveggja ára fiskur. Sá var einnig lúsugur og nýgenginn upp í ána.