Fara í efni

Dularfulla dósamálið upplýst

Deila frétt:

Félag sumarhúsaeigenda við Meðalfellsvatn stendur fyrir dósa-og flöskusöfnun á endurvinnsluplani Kjósarhrepps og er með ílát þar að staðaldri í þeim tilgangi.

Það hefur vakið athygli félagsins hve afrakstur söfnunar hefur verið rýr og getgátur hafa verið uppi um að hirðusemi notenda plansins valdi þar nokkru um. Sá grunur virðist á rökum reistur. Við reglubundið eftirlit starfsmanns hreppsins var komið að manni sem hafði snör handtök við að stinga sorppoka inní bíl sinn við ílátin. Aðspurður kvað maðurinn ekki vilja gefa upp hvað í skjóðunni væri og hraðaði sér á brott sem mest hann mátti.