Fara í efni

Dýrbýtur í Kjós

Deila frétt:

Dýrbýtur er á ferðinni í kringum Meðalfellsvatn. Tvær kindur fundust bitnar og dauðar í Dælisá í dag, lamb hefur fundist dautt í skurði og sést hefur hundbitið fé á lífi. Þetta er háalvarlegt mál og eru hundaeigendur beðnir um að hafa hemil á hundum sínum, hvort sem um er að ræða bændur, íbúa, sumarhúsaeigendur eða gesti í sveitarfélaginu. Þeir sem sjá til hunda vera eina á flakki eða að hamast í fé eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við skrifstofu Kjósarhrepps, oddviti@kjos.is eða í síma 5667100.

Vert er að hafa í huga að hundur sem  staðinn að verki við að hamast í búfé er  réttdræpur