„Ég er úr Kjósinni “
11.07.2013
Deila frétt:
Séra Gunnar Kristjánsson sóknarprestur og prófastur í Kjalarnessprófastsdæmi flytur erindi um vísanir til Kjósarinnar og sveitalífs almennt í verkum Halldórs Laxness.
Einnig er stutt kynning á stað og kirkju.
Kirkjan sem nú stendur á Reynivöllum er með eldri timburkirkjum landsins. Hún var reist árið 1859 í tíð séra Gísla Jóhannessonar. Allt til þess tíma hafði kirkjan staðið í kirkjugarðinum og skammt ofan við stóð bærinn frá ómunatíð, uns hann var færður á svipaðar slóðir og hann er nú, eftir skriðuföll sem gengu yfir staðinn á 17. öld. Fyrir aldamótin 2000 var kirkjan endurbyggð að verulegu leyti.
Erindið hefst kl. 16 í Reynivallakirkju, laugardaginn 20. júlí nk- í tengslum við hátíðina Kátt í Kjós