Fara í efni

Ég lít í anda liðna tíð

Deila frétt:

Ragnheiður Finnsdóttir skólastjóri Klébergsskóla (1937-1945) ásamt nemendum sínum við Arnarhamar.

 

Fimmtudaginn 17. maí (Uppstigningardag) verður haldin myndasýning í Fólkvangi á Kjalarnesi á vegum Ljósmyndasafns Íslands Þjóðminjasafninu, Sögufélagsins Steina og Kjósarstofu. Um er að ræða áratuga gamlar myndir af Kjalarnesi og Kjós, sem fólk er beðið um að bera kennsl á. Einnig eru þeir sem eiga gamlar skemmtilegar myndir af Kjalarnesi beðnir um að lána þær Sögufélaginu til skönnunar sem gerð verður samdægurs.Kjósarstofa óskar einnig eftir myndum úr Kjós frá fyrri hluta síðustu aldar og fram til 1960 vegna ritunar sögu Kjósarhrepps.

Kvenfélagið Esja verður með kaffisölu og kökubasar.

Húsið er opið frá kl. 14-16.

Aðgangur ókeypis.