Eigendur hafa gefið sig fram og málið leyst
29.12.2008
Deila frétt:

Tveir hestar eru í óskilum hjá Kjósarhreppi. Hestarnir sem eru; grár og brúnn komu fram í Eilífsdal þegar Eilífsdalur/Meðalfellsdalur var smalaður. Engar merkingar hafa fundist á hestunum og eru þeir án áberandi einkenna. Þeir sem telja sig þekkja hestanna og geta sannað eða leitt haldbærum líkum að eignarrétti sínum á þeim eru vinsamlegast beðnir að hafa samband við oddvita á skrifstofu í síma 5667051 eða í farsíma 896-6984.
Finnist ekki eigandi að hestunum verður óskað eftir uppboði á þeim samkvæmt lögum.
Oddviti Kjósarhrepps