Fara í efni

Eignabreytingar gætu skapað ný tækifæri

Deila frétt:

Með ákvörðun stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur um að selja jarðirnar Hvamm og Hvammsvík gera heimamenn í Kjósarhreppi vonir um að skriður komist á  frekari uppbyggingu svæðisins og að grundvöllur skapist til lagningu hitaveitu um hreppinn. Núverandi ábúandi jarðanna hefur verið í viðræðum við OR um kaup á jörðunum eða hluta þeirra. Þá hefur Kjósarhreppur lýst áhuga sínum á aðkomu að uppbyggingu á jörðunum og bent á að grundvallarréttur hvers sveitarfélags er að fá notið auðlegðar s.s. jarðhita í viðkomandi sveitarfélagi.