 |
| Hreiðar Grímsson, Gunnar Kristjánsson og Guðbrandur Hannesson |
Kjörfundur hófst klukkan 12 á hádegi í Kjósarhreppi. Kosið er í þinghúsi hreppsins í Ásgarði. Klukkan 18:00 var kjörsókn orðin 60 af hundraði, en á kjörskrá eru 137 að sögn formanns kjörstjórnar, Gunnars Kristjánssonar
 |
| Ófremdarástand |
Komið hefur í ljós að aðstaðan í Ásgarði er ófullnægjandi, því þrátt fyrir nær 60 ára sögu Ásgarðs hefur farist fyrir að koma upp hestasteini við húsið. Hefur það valdið nokkrum vanda í dag þar sem kjósendur hafa komið ríðandi á kjörstað.
Ekki var gert ráð fyrir sérstöku íhaldi fyrir hross fyrir kjörfund en úr því verður bætt fyrir næstu kosningar.