Ekki hægt að treysta mælingum bensíndælna
30.05.2008
Deila frétt:
Viðskiptavinur Olís á Kjalarnesi keypti bensín á brúsa þar fyrir skömmu. Dældi hann annarsvegar á 2 fimm lítra brúsa og á einn 25 ltr. sem hann fyllti ekki til fulls. Þegar kom að því að greiða kom í ljós að dælt hafði verið 37 ltr. Gat viðskiptavinurinn ekki sætt sig við að greiða fyrir svo mikið magn enda rúmaðist það ekki í brúsunum þó þeir hefðu verið fullir. Taldi hann líklegra að um væri að ræða 30 ltr. Við vigtun kom í ljós að heildarþungi umbúða og innihalds nam 28,5 kg. Starfsfólk Olís bauðst til að endurgreiða sem næmi andvirði 10 ltr. bensíns.
Þessi frétt er verðugt tilefni til þess að kaupendur á eldsneyti hafi varann á við eldneytiskaup.