Fara í efni

Ekki lengur spurning um jarðvarma

Deila frétt:

Jarðhitaleit í Kjósarhreppi sem hefur staðið yfir að undanförnu var framhaldið í gær eftir nokkurt hlé. Hola sem boruð var ofan Ásgarðs á dögunum reyndist ekki gefa vísbendingu um jarðhita. Í landi Möðruvalla var hinsvegar fundin vísbending um jarðhita. Nú hefur verið boruð enn ein hola þar og reyndist hún geirnegla fyrri vísbendingar með hitastigulinn 300- Bingó.

Gert er ráð fyrir að bora 2-3 holur enn, til að staðsetja álitlegan stað til borunnar virkjunarholu.

Það virðist liggja beint við að fengnum þessum niðurstöðum að hefja skoðun á lagningu hitaveitu um hreppinn, en í mörg horn er að líta í því sambandi.