Elstu og yngstu Kjósverjar skemmta sér í Ásgarði
29.12.2015
Deila frétt:
Margt hefur verið um manninn í Ásgarði í jólamánuðinum enda alltaf gaman þegar Kjósverjar koma saman.
Þann 16. des komu eldri Kjósverjar saman, gæddu sér á hangikjeti og ræddu málin við hreppsnefndina.
Þann 28. des komu yngri Kjósverjar og barnabörn Kjósverja saman, gæddu sér á smákökum og ræddu málin við jólasveininn.
Ekki fer sögum af því hvort hreppsnefndin eða jólasveinninn hafi haft betri svör.
![]() |
![]() |
|
![]() |
![]() |
|
![]() |
![]() |
|
![]() |
![]() |









