Fara í efni

Elstu og yngstu Kjósverjar skemmta sér í Ásgarði

Deila frétt:

 

Margt hefur verið um manninn í Ásgarði í jólamánuðinum enda alltaf gaman þegar Kjósverjar koma saman.

Þann 16. des komu eldri Kjósverjar saman, gæddu sér á hangikjeti og ræddu málin við hreppsnefndina.

[Frá vinstri - réttsælis um borðið:
Hreiðar og Ásta Grímsstöðum. Sigrún Hlíðarási. Hildur Grjóteyri. Steinunn og Gísli Meðalfelli. Jón byggingarfulltrúi. Siggi Flekkudal. Guðmundur Miðdal. Sr. Árni Svanur. Helgi Felli. Guðbrandur Hækingsdal. Kristján Grjóteyri. Þórdís og Ólafur Þór Valdastöðum.]

 

Þann 28. des komu yngri Kjósverjar og barnabörn Kjósverja saman, gæddu sér á smákökum og ræddu málin við jólasveininn.

Ekki fer sögum af því hvort hreppsnefndin eða jólasveinninn hafi haft betri svör.