Fara í efni

Engin skrif eru yfir gagnrýni hafin

Deila frétt:

Sauðburður stendur nú sem hæst í Kjósinni, sem annarsstaðar. Bændur eru því önnum hlaðnir þessa daganna og svo er háttað hjá þeim sem þetta skrifar. Það skal fúslega viðurkennt að oft er skrifari á kjos.is tvístígandi, varðandi efnisval, stafsetningu og almenna þekkingu á umfjöllunarefni á síðunni, enda ekki lærður til ritstarfa.

Það varð því skrifara nokkur léttir þegar hann las ritfærslu Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra þar sem eftirfarandi kom fram:

 

“Skruppum í Fljótshlíðina...... Sauðburður hefur gengið vel. Hitt virðist ljóst, að ein af ánum mínum hefur týnst á fjalli í vetur.”

 

Hér vekur það athygli bænda, að ær tínast á fjalli á vetrum í Fljótshlíðinni. Víðast hvar, er orðin viðtekin venja að halda fé heima við bæi yfir vetrartímann. Líklega á Björn við að ærin hafi ekki komið á heimtur á síðasta hausti.