Enn eitt umferðaróhapp á ófærum Kjósarskarðsvegi
14.09.2007
Deila frétt:
Olíubíll fór útaf á Kjósarskarðsvegi um hálf fimmleytið í dag. Ökumaður hlaut minniháttar meiðsl, og nánast engin olía hefur lekið úr bílnum, samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Vegurinn, sem liggur á milli Þingvallavegar og Hvalfjarðar, verður lokaður næstu klukkustundirnar á meðan verið er að ná bílnum á réttan kjöl.
Olíubíllinn liggur á hliðinni utan vegar. mbl.is/Kristinn