Fara í efni

Enn hitnar við Möðruvelli

Deila frétt:

Nú eru fyrri mælingar staðfestar í holu 2 og 3 við Möðruvelli. Hola 4 utan við  Möðruvelli var mæld í morgun og reyndist hún sú heitasta, með hitastigulinn 240. Eðli stigulsins er á þá leið að hann hækkar lægt niður á 30 m. en stígur hratt þar fyrir neðan og er gildi hans þar um 300. Það þíðir að bergið hitnar um 0,3 gráður fyrir hvern metra sem dýpra er farið. Þess má geta að hitastigull á Fremra-Hálsi var 320 og gefur borhola þar heitt vatn. Væntanlega þarf að bora fleiri rannsóknarholur til aðfinna hvar bergið hefur mesta hitaleiðni.

Þó útlitið gefi tilefni til bjartsýni um að finna virkjanlegt heit vatn, þá er ekkert fast í hendi varðandi það. Kristján Sæmundsson mun koma á staðinn n.k. miðvikudag og skoða aðstæður og gera tillögu að frekari leit.

 

Skoðið fréttir síðustu vikna undir ALLAR FRÉTTIR á rammanun hér til vinstri.