Enn og aftur dýrbítar á ferð í Kjósinni
24.06.2013
Deila frétt:
Um síðustu helgi fundust dauð, ær og lamb í Dælisá við Hjarðarholt og voru greinileg merki á
þeim eftir dýrbít. Sést hefur til tveggja hunda á ferð saman á þessu svæði svartur og hvítur border collie og brúnn hundur með honum. Þeir sem kannast við þessa hunda eða geta gefið upplýsingar um þá eru vinsamlegast beðnir að hafa samband við skrifstofu Kjósarhrepps í s. 5667100.