Fara í efni

Erindi um möguleika bænda til orkuframleiðslu og ljósmyndasýning um náttúru og sögu Kjósarinnar

Deila frétt:

 

Kjósarstofa í samstarfi við umhverfis- og landbúnaðarnefnd efnir til  dagskrár í Ásgarði n.k. laugardag, 29. október kl 13-16.

 

Kristján Hlynur Ingólfsson mun flytja erindi um framleiðslu á gasi í sveitum, en meistararitgerð hans í umhverfis- og auðlindafræði ber heitið Búorka og er þar miðlað þekkingu á lífgasvinnslu. Í kjölfar hækkandi verðs á jarðefnaeldsneyti hefur orðið vakning í því að auka innlenda framleiðslu metans. Kristján Hlynur rekur kosti þess að setja upp einfalda gasframleiðslu fyrir ver sem samnýtir úrgang frá nokkrum býlum og ræðir um kosti og galla þess að hafa gasframleiðslu á stökum býlum. Erindið hefst kl. 14.

 

Ljósmyndasýning

Kl. 13 verður opnuð í Ásgarði sýning á ljósmyndum sem eru afrakstur námskeiðs á vegum Kjósarstofu sem haldið var í sumar þar sem Ragnar Th. Sigurðsson ljósmyndari og Ólafur Oddsson voru leiðbeinendur. Viðfangsefni námskeiðsins var náttúra og saga Kjósarinnar.

 

Boðið verður upp á kaffi og meðlæti.