Fara í efni

Ertu búin(n) að sækja um styrkinn þinn?

Deila frétt:
Styrkur
Styrkur

Kjósarhreppur minnir á að hægt er að sækja um hina ýmsu styrki hjá sveitarfélaginu, sem unga námsmenn og þeirra foreldra munar um.

Ferðastyrkur grunnskólanema í félagsmiðstöð.
Ferðastyrkur framhaldsskólanema.
Frístundastyrkur.
Húsnæðisstuðningur,  ofl

.... kannaðu málið áður en umsóknarfrestur rennur út !!

Nýjasti styrkurinn er sérstakur húsnæðisstuðningur vegna barna 15-17 ára sem þurfa að leigja á heimavist vegna náms fjarri lögheimili, 
veittur á grundvelli laga um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991 og byggir á meginreglum þeirra laga.

Fylla þarf út formlega umsókn og senda með umbeðin fylgigögn til að umsókn sé gild.

Hægt að senda umsókn og fylgigögn í tölvupósti á: kjos@kjos.is , skila inn á skrifstofu Kjósarhrepps í Ásgarði eða í póstkassann utan á Ásgarði.

Sjá nánar undir þjónusta til að kynna sér réttindi sín og barna sinna.   

Hvetjum alla sem kunna að eiga rétt á hvers konar styrkjum eða aðstoð að fara kynna sér málið.

Hreppsnefnd Kjósarhrepps