Fara í efni

Eyrarkot; kaffihús og ljósmyndasýning

Deila frétt:

Á Kátt í Kjós verður kaffihús og ljósmyndasýning í salnum og út í sólinni í Eyrarkoti. Krakkarnir fá að komast á hestbak og heyvagnaferðir verða í fjöruna við Snorravík, neðan við Eyrarkot. Í Snorravík verða aflraunasteinar,stuttar bátsferðir,sjósund og busl. Þar verður líka hægt að fá keyptan nýveiddan fisk, ef að líkum lætur,á vægu verði.

Opið verður bæði laugardag og sunnudag frá kl. 13:00

 

Það verða ljósmyndanir Hrafnhildur Björk,Finnbogi Björnsson,Sandra Karlsdóttir og Hulda Ásmundsdóttir sem sýna verk sín.