Fara í efni

Félags- og bókasafnskvöld á fimmtudag

Deila frétt:

Fimmtudagskvöldið 29. október verður fyrsta félagskvöld í Ásgarði frá kl. 20:00-22:30

Bókasafnið verður jafnframt opið frá 20:00-22:00

Anna Björg á Valdastöðum verður með afgreiðsluna á bókasafninu að venju en Eva Mjöll á Traðarholti hefur verið ráðin til að hafa umsjón með félagskvöldunum. Í upphafi geta íbúar Kjósarhrepps komið saman og tekið í spil,teflt og spilað borðtennis. Þá verður heitt á könnunni. . Í framhaldi munu þátttakendur ásamt umsjónamanni þróa ný viðfangsefni t.d. upplestur,myndasýningar o.fl.

Félagskvöldin eru fyrir alla aldurshópa og er það von hreppsyfirvalda að sem flestir mæti. Séu uppi viðhorf um að fimmtudagur sé óheppilegur dagur fyrir samverukvöldin m.t.t. annarra samkomna væri gott að þau viðhorf bærust Evu.

Neðri hæð Ásgarðs er nú fullbúin og eru Kjósverjar boðnir velkomnir að skoða húsakynnin. Það er jafnframt einlæg ósk að íbúar hreppsins og félagasamtök nýti aðstöðuna í Ásgarði til samkomna.