Félagsgarður
14.11.2011
Deila frétt:
Nú hafa menn Jóns Júlíusar, Garðmenn lokið við að helluleggja við Félagsgarð.
Kvenfélag Kjósarhrepps ákvað á dögunum að gefa plönturnar í beðin. Nokkrar komu svo galvaskar á sunnudaginn og gróðursettu heilmikið af fallegum og fjölbreyttum plöntum ásamt hönnuði verksins. En hún sést hér á kafi í rósarunna að leggja lokahönd á verkið ásamt föður sínum. Sjón er sögu ríkari.
