Fara í efni

Félagsgarður fær nýtt upplit

Deila frétt:

Runólfur og Kristján
Framkvæmdir hófust mánudaginn 8. október við endurnýjun þaks Félagsgarðs.

Það eru þeir bræður frá Þorláksstöðum; Kristján, Runólfur og Ágúst sem sjá um verkið. Þeir njóta aðstoðar laghentra manna sem haldið hafa til á neðrihæð í Ásgarði.

Járnið á þakinu er upprunalegt að mestu leiti, eða frá árunum eftir stríð. Það var af eðlilegum ástæðum orðið götótt. Í ljós kom að klæðning undir járninu var í góðu ástandi enda loftar vel um loftið. Félagsgarður var byggður af ungmannafélaginu Dreng, mest í sjálfboðavinnu eftir teikningu Karls Andréssonar frá Hálsi. Mikið af byggingarefninu var fengið við niðurrif hermannvirkja í Hvalfirði.