Félagsgarður lokaður næstu vikur
05.02.2008
Deila frétt:
Hafnar eru lagfæringar á sviðinu í Félagsgarði. Endurnýja á klæðningu á útveggjum og einangra þá. Skipt verður um glugga og rýmið allt klætt eldþolnu efni. Nýjum ljósabúnaði verður komið fyrir í lofti og útbúinn sérstakur skápur fyrir hljómflutningstæki og stýribúnað fyrir ljós á sviði. Þá verður endurnýjuð tjöld og þau felld inní hliðaveggi.
Framkvæmdum á að verða lokið 8. mars en aðalfundur héraðsnefndar Kjalarnesprófastumdæmi verður í húsinu 12. mars.