Fara í efni

Ferðaskírteini Lofts í Þúfukoti

Deila frétt:

Af einhverjum ástæðum var þetta skemmtilega norræna ferðaskírteini frá 1931 í bókhaldsgögnum Kjósarhrepps. Eins og fram kemur er þetta ferðaskírteini Lofts Guðmundssonar frá Þúfukoti. Loftur var kennari, blaðamaður og skáld. Einsog fram kom í síðustu færslu, var hann fyrsti formaður Átthagafélags Kjósverja. Samdi hann texta Kjósarmyndarinnar og las hann inná filmuna þremur árum eftir að hún var gerð eða 1956. Loftur var vinsæll textahöfundur dægurlaga, sem m.a Haukur Morthens söng. Nefna má “Hér stóð bær” en talið er að textinn eigi við Þúfukot. Líklegt má telja að Kjósaringurinn og alnafni Lofts, Loftur Guðmundsson ljósmyndari frá Hvammsvík hafi tekið myndina í ferðaskírteinið.