Fara í efni

Ferðastyrkir og frístundastyrkir 2020

Deila frétt:
Ferða- og frístundastyrkir
Ferða- og frístundastyrkir

Ferðastyrkir framhaldskólanema

Réttur til ferðastyrks eiga þeir framhaldsskólanemar sem eiga lögheimili í Kjósarhreppi og stunda reglubundið framhaldsnám hér á landi.
Styrkurinn fyrir haustönn er greiddur út í desember sækja þarf um inná Mínum síðum í síðasta lagi 30. desember 2020.  Vegna Covid-19 verða styrkir greiddir út til allra sem hafa stundað nám óháð því hvort námið sé stað- eða fjarnám, skila þarf staðfestingu um skólasókn með umsókninni. 

Ferðastyrkir grunnskólanema

Réttur til ferðastyrksins eiga þeir foreldrar/forráðamenn grunnskólanema, sem eiga börn á mið- og efstastigi, eiga lögheimili í Kjósarhreppi og stunda reglubundið félagsstarf á vegum félagsmiðstöðvarinnar Flógyn á Kjalarnesi, vegna Covid-19 verða styrkir greiddir út til allra óháð fjölda skipta á þessari haustönn. 
Styrkurinn er greiddur út í desember sækja þarf um inná Mínum síðum í síðasta lagi 30. desember 2020. 

Frístundastyrkir barna og ungmenna

Minnum á að þeir sem eiga eftir að nýta frístundastyrkinn sinn að gera það fyrir 30. desember 2020 þar sem ónýttur styrkur vegna ársins 2020 færist ekki til hækkunar á árinu 2021. Hægt er að nýta styrkina beint í gegnum íþróttafélögin og einnig er hægt að fylla út umsókn á Mínum síðum.

Styrkur til íþrótta- og tómstundastarfs

Meðal aðgerða stjórnvalda vegna Covid-19 er styrkur sem hægt er að sækja um til sveitarfélaga vegna íþrótta- og tómstundastarfs barna. Styrkurinn er veittur vegna barna sem eru fædd á árunum 2005–2014 og búa á heimilum þar sem heildartekjur framfærenda, einstaklings, hjóna eða sambúðarfólks, voru að meðaltali lægri en 740.000 kr. á mánuði á tímabilinu mars–júlí 2020. 
Styrkurinn er 45.000 kr. fyrir hvert barn.

  • Hægt er að sækja um styrk til og með 1.mars 2021.

  • Miðað er við að íþrótta- og tómstundaiðkunin fari fram á skólaárinu 2020–2021. 

 Nánari upplýsingar um styrkinn og umsóknarferlið má finna hér.