Fara í efni

Ferðastyrkir og frístundastyrkir 2021

Deila frétt:

Ferðastyrkir framhaldskólanema

Réttur til ferðastyrks eiga þeir framhaldsskólanemar sem eiga lögheimili í Kjósarhreppi og stunda reglubundið framhaldsnám hér á landi.
Hægt er að sækja um styrkinn frá 1. nóvember til og með 30. desember 2021, sótt er um inná Mínum síðum og skila þarf staðfestingu um skólasókn með umsókninni.  
Ferðastyrkurinn er 40.000 krónur fyrir hverja önn. Nánari upplýsingar um styrkinn og umsóknarferlið má finna hér.

Frístundastyrkir barna og ungmenna

Minnum á að þeir sem eiga eftir að nýta frístundastyrkinn sinn að gera það fyrir 30. desember 2021 þar sem ónýttur styrkur vegna ársins 2021 færist ekki til hækkunar á árinu 2022.
Hægt er að nýta styrkina beint í gegnum íþróttafélögin og einnig er hægt að fylla út umsókn á Mínum síðum
Frístundastyrkurinn er 60.000 krónur fyrir aldurshópinn 6 ára  - 18 ára.  Frístundastyrkurinn er 30.000 krónur fyrir aldurshópinn 3ja ára til 6 ára.  Nánari upplýsingar um styrkinn og umsóknarferlið má finna hér.