Fara í efni

Fimm dagar í Þorrablót Kvenfélagsins

Deila frétt:

Kvenfélag Kjósarhrepps hefur haldið þorrablótið í Kjósinni frá árinu 1951 í Félagsgarði.

Í fyrstu  komu heimilin sjálf með hangikjöt og flatkökur  í trogum og borðaði þá hver hjá sér með sjálfskeiðung upp á gamla móðinn. Ekki voru þá komin borð og stólar í Félagsgarð og sátu gestir á bekkjum meðfram veggjunum.

Konur  ákváðu þá að þær sem vildu og gætu, mættu í íslenskum búningi á þorrablótið. Fljótlega var þó farið að kaupa matinn að og í fyrstu komu skammtarnir svo litlir að sumir fengu aðeins lyktina.

1954 kom fram hugmynd um hefðbundið borðhald á þorrablótum, gestir sætu á stólum við borð, en það var snarlega kveðið niður vegna þess hversu skemmtilegt það væri að viðhalda gömlum baðstofusiðum(Fundargerðir kvenfélagsins frá 1951-1954)