Fara í efni

Firmakeppni á laugadag

Deila frétt:

Hið örsmá en feikna öfluga hestamannafélag, Adam í Kjós, sem nýlega fékk inngöngu í Landssamband hestamannafélaga, situr ekki með hendur í skauti. Það er gaman frá því að segja að 19 ár eru síðan nýtt félag var samþykkt í LH.   Nú er það firmakeppni, en það er löng hefð fyrir því að hestamannafélög haldi árlega firmakeppni.  Keppnin verður haldin næsta laugardag, 3 maí,  á flugbrautinni á Hálsnesi.  Nánari upplýsingar um keppnina verða birtar á vef okkar allra Kjósverja; kjos.is
Stjórn Adams hvetur öll fyrirtæki, bú sem og einstaklinga að taka þátt í þessari skemmtilegu firmakeppni.  Þátttökugjald er aðeins kr 5000.  Hverju &#8220firma&#8221 verður úthlutað keppanda og verður sent viðurkenningaskjal, nú og verðlaunaskjal lendi &#8220firmað&#8221 í verðlaunasæti. Þá mun Adam setja inn tengla og eða þakklætisvott in á vefsíðu Adams sem nú er í smíðum. Slóðin verður: www.adamikjos.com