Fara í efni

Firmakeppni Adams – 1 maí

Deila frétt:

Firmakeppni  Adams verður haldin á flugbrautinni í landi Háls, föstudaginn 1 maí kl. 14.  Keppt verður í barnaflokki, kvennaflokki og karlaflokki.  Adam hefur fengið einn frægasta hestamann landsins, fyrr og síðar, til að sjá um dómgæslu.  Þegar keppt er í firmakeppni þá eru knapar hvattir til að sýna hross sín með tilþrifum, ekki aðeins á hægu tölti eða yfirferðartölti. Vígalegt og svifmikið brokk, flúgandi skeið og fyrir þá sem ekkert hafa betra fram að færa má sýna  fíflagang með tilþrifum.  Bikar fyrir efsta sætið í hverjum flokk.

Kjósverjar! Nú er lag að taka upp leðurfeitina og þrífa mygluð reiðtygin, járna langstaðna og feita gæðinga, kemba, leggja á og slá í!

Mætum og skemmtum okkur saman, það verður fljúgandi fjör á flugbrautinni.

Stjórn Adams.