Fara í efni

Firmakeppni - taka tvö

Deila frétt:

 

Firmakeppni hestamannafélagsins Adam

 

Jæja, þá eru allir orðnir hressir og veðurspáin álitleg. Firmakeppni hestamannafélagsins Adam mun fara fram á flugbrautinni góðu í landi Neðra-Háls. Adam þakkar Kristjáni Oddssyni bónda kærlega fyrir að lána félaginu aðstöðuna.

Keppnin hefst kl. 14 á laugardaginn, 9 maí. Keppt verður í barnaflokki, kvennaflokki og karlaflokki. Vegleg verðlaun. Ekkert þátttökugjald er fyrir keppendur. Kjósverjar og Adamsfélagar fjölmennið!

Þegar hafa nokkur fyrirtæki ákveðið að taka þátt í mótinu, en styrktargjald er kr. 5000. Þeir aðilar sem hafa áhuga á að taka þátt sem styrktaraðilar er bent á að hafa samband við Björn á Þúfu – bjossi@icelandic-horses.is  Hver styrktaraðili fær afhent veglegt þátttökuskjal auk verðlaunaskjals til þeirra sem eiga knapa sem lenda í verðlaunasætum.

Adam hefur staðið fyrir ýmsum uppákomum sem hafa kryddað skemmtilegt mannlíf í Kjósinni, svo ekki sé talað um Grettistak félagsins í reiðvegagerð.  Félagið þakkar öllum sem vilja leggja hönd á plóginn, en félagið er að safna fé til að koma upp æfinga-og keppnisaðstöðu fyrir hestamenn í Kjósinni.

 

Sjáumst á flugbrautinni á laugardaginn!

Stjórn Adams