Fara í efni

Fjallskil í Kjósarhreppi

Deila frétt:

Fjallskil í Kjósarhreppi verða til lögrétta sunnudagana 19. september og 10. október næstkomandi, að Hækingsdal og hefjast kl 16:00

Samkvæmt 39. grein fjallskilalaga frá 1986 er hver bóndi skyldur að smala heimaland sitt á haustin samhliða leitum(fjallskilum), ef sveitarstjórn mælir svo fyrir. Sama gildir um eigendur/ábúendur jarða og eyðibýla, þó þeir eigi þar ekki fjárvon. Koma síðan öllu óskilafé til lögréttar.

En að gefnu tilefni er vert að minna smala á að þurfi þeir að fara inn á land annara jarða til smölunar, að biðja  vinsamlegast um leyfi ábúenda áður en farið er af stað.  Einnig að loka aftur hliðum,  ef komið er að þeim lokuðum.

Smalar eru einnig beðnir um að smala ekki á vélknúnum faratækjum þar sem land er viðkvæmt, en slæm merki er um slíkt frá síðasta ári.