Fara í efni

Fjárhagsáætlun Kjósarhrepps 2026-2029

Deila frétt:

Á fundi sveitarstjórnar Kjósarhrepps þann 3. desember sl. var tekin til síðari umræðu fjárhagsáætlun Kjósarhrepps fyrir árið 2026 og þriggja ára áætlun 2027-2029. 

Greinargerð með fjárhagsáætlun 2026-2029
Fjárhagsáætlun Kjósarhrepps 2026-2029

Sveitarstjórn Kjósarhrepps leggur nú fram fjórðu og síðustu fjárhagsáætlunina á þessu kjörtímabili. Undanfarin þrjú ár hafa verið farsæl fyrir sveitarfélagið og margt áunnist. Rekstrinum hefur verið snúið frá tapi til ásættanlegs tekjuafgangs.
Óhætt er að segja að blikur séu á lofti í efnahagslífinu. Hvert áfallið gengið yfir á undanförnum mánuðum og illa gengur að ná vöxtum niður. Þjóðhagsspá Hagstofunnar gerir ráð fyrir að verðlagsvísitala á árinu 2026 verði 3.9% sem er sama spá og var fyrir árið 2025. Stýrivextir hafa verið að lækka síðastliðið ár en allt of hægt að flestra mati. Þó að rekstur Kjósarhrepps gangi vel þá eru framtíðarhorfur á landsvísu í besta falli óljósar og af því tekur fjárhagaáætlun næsta árs mið.

Helstu niðurstöður áætlunarinnar fyrir árið 2026 eru eftirfarandi.

  • Útsvarsprósenta 14.45 %, óbreytt frá síðasta ári.
  • Álagningahlutfall fasteignagjalda á íbúðar– og frístundhús lækkar og verður 0,28 %.
  • Álagningahlutfall á atvinnuhúsnæði er óbreytt og verður 0,85%.
  • Viðmiðunarmörk afsláttar af fasteignagjöldum til eldri borgara hækka, sem leiðir til þess að fleiri eiga rétt á afslætti.
  • Rekstrarniðurstaða A- og B-hluta er jákvæð um 86.8 m.kr.
  • Rekstrarniðurstaða A hluta er jákvæð um 78 m.kr.
  • Skuldahlutfall verði 109 % í árslok 2026.
  • Áætlað veltufé frá rekstri A- og B-hluta 134.1 m.kr.
  • Áætlað veltufé frá rekstri A er 81.6 m.kr.
  • Almennt er gert ráð fyrir að gjaldskrár A hluta fyrir árið 2026 hækki um 3,9 % til þess að mæta verðlags- og launahækkunum, fyrir utan sorpgjöld þar sem gert er ráð fyrir lækkun.
  • Áætlaðar fjárfestingar í A hluta í varanlegum rekstrarfjármunum eru 70 m.kr.
  • Áætlaðar fjárfestingar hitaveitu í varanlegum rekstrarfjármunum nema nettó um 125 m.kr.