Fjárhagsáætlun Kjósarhrepps fyrir árið 2012, samþykkt.
15.12.2011
Deila frétt:
Fjárhagsáætlun Kjósarhrepps fyrir árið 2012 var samþykkr á hreppsnefndarfundi sl. þriðjudag og má sjá hana undir flipanum " Skýrslur og útgefið efni" hér á síðunni. Íbúar eru hvattir til að kynna sér hana vel.
Innheimta fasteignagjalda
Að gefnu tilefni er vert að minna á að hertar hafa verið innheimtur á fasteignagjöldum sem greiða á til Kjósarhrepps, en hreppsnefnd samþykkti á fundi sínum 20. október sl. að senda fasteignagjöld í vanskilum í innheimtu hjá lögmanni. Sú innheimta er þegar farin af stað og ætti ekki að koma neinum á óvart, þar sem nokkur viðvörunarbréf hafa þegar verið send og þeir sem ekki hafa sýnt neinn greiðsluvilja mega búast við hertari aðgerðum sem fylgir aukinn kostnaður. Gott er þá að bregðast skjótt við.