Fjárhagsáætlun Kjósarhrepps samþykkt
10.12.2009
Deila frétt:
Fjárhagsáætlun vegna reksturs sveitarsjóð Kjósarhrepps fyrir árið 2010 hefur verið afgreidd í hreppsnefnd.
Fjárhagsáætlun gerir ráð fyrir að heildartekjur sveitar-og eignarsjóðs, án innri viðskipta, verði Kr. 103.3 millj. og að sambærileg heildargjöld að fyrningum meðtöldum verði Kr.101.45 milljón.
Rekstrarniðurstaða verður því jákvæð um 1.85 millj.
Fjárhagsáætlunin, sem er hægt að skoða HÉR, sýnir í fyrsta dálki stöðu bókhalds 1. desember 2009, í öðrum dálki áætlun 2009 og í þriðja dálki áætlunina fyrir 2010
Hér fyrir neðan er hægt að skoða fundagerð síðasta fundar hreppsnefndar