Fara í efni

Fjárhagsáætlun sveitarsjóðs 2008 samþykkt

Deila frétt:

Á fundi hreppsnefndar Kjósarhrepps þann 6.12 og á framhaldsfundi þann 10.12 var afgreidd rekstraráætlun fyrir sveitarsjóð fyrir árið 2008. Gert er ráð fyrir að heildartekjur nemi 107 milljónum króna og rekstrargjöld 105 milljónum.

Útsvarsálagning lækkar um 3,8% úr eða úr 13,03 í 12,53%. Álagningarhlutfall fasteignagjalda verður óbreytt frá fyrra ári.

Gert er ráð fyrir að verja fjármunum til safnvega, viðhalds fasteigna, til ýmis félagslegra málefna s.s.heimgreiðslna foreldra ungbarna, ferðastyrkja framhaldsskólanema og tónstundastyrkja grunnskólanema. Þá verður fjámunum varið til frekari leit að heitu vatni í hreppnum.

Fjárhagsáætlunin var samþykkt með 3 atkvæðum, tveir sátu hjá.

Nánar undir fundagerðir