Fjölbreytt útivistarsvæði eru í Kjósinni
12.07.2007
Deila frétt:
Mikil og góð útivistarsvæði frá náttúrunnar hendi eru í Kjósinni. Fjörur eru aðgengilegar og Hvalfjarðareyrin er vinsæll útivistarstaður. Þá er Meðalfellsvatn vinsælt veiðivatn og geta allir fengið keypt veiðileyfi í það. Laxá og Bugða eru meðal bestu veiðiáa landsins, enda umsetnar og kræklingafjörur eru með besta móti í Hvalfirði. Í Hvammsvík er öflug þjónusta við útivistarfólk og á Hvítanesi eru áhugaverðar herminjar sem hægt er að ganga um.