Fara í efni

Fjölmenni á Hjalla

Deila frétt:

Fjölmenni var við opnun á fjóshlöðunnar á Hjalla síðastliðið laugardagskvöld. Það voru ábúendurnir á Hjalla þau Hermann Ingólfsson og Birna Einarsdóttir sem buðu til móttöku og hlöðuballs í nýuppgerðri fjóshlöðunni.

Karlakór Kjalnesinga flutti nokkur fjörug lög og hljómsveitin Blek og byttur léku fyrir dansi.

Hlaðan er orðin hin vistlegasti samkomusalur sem getur tekið allt að 140 manns í sæti.Húsakynnin eru leigð út til vegna ýmsa samkvæma,s.s. fyrirtækjaferða,ættarmóta,afmæla o.s.frv.