Fara í efni

Fjölmenni á hrútasýningu

Deila frétt:

Bjarni formaður veitir Orra og Maríu viðurkenningu
Hrútasýning sauðfjárræktarfélagsins Kjós var haldinn á Kiðafelli sl. laugardag. Starfssvæði félagsins er Mosfellsbær, Kjalarnes og Kjós. Fyrir hádegi fór fram lífgimbraval en eftir hádegi hrútasýning. Að loknum dómum er hrútum raðað í verlaunasæti og eigendum þeirra veitt viðurkenning.

Í flokki lambhrúta raðaðist efst lamb frá Morastöðum, annað var lamb frá Kiðafelli og þriðja var lamb frá Miðdal.

Í flokki veturgamalla hrúta urðu hrútar frá Morastöðum í tveimur efstu sætunum en í þriðja sæti var hrútur frá Miðdal. Eigendur hrúts í fyrsta sæti, þau Orri Snorrason og María Dóra Þórarinsdóttir á Morastöðum hlutu því hinn eftirsótta verlaunaskjöld sem veittur hefur verið frá fjárskiptum 1955. Hann var gefinn af Pétri Sigurðssyni á Hurðarbaki og er gripurinn smíðaður af Ríkharði Jónssyni og er hinn glæsilegasti.