Fjölmenni á Þorláksstöðum
14.02.2009
Deila frétt:
Mikill hátíðarbragur var yfir fjölmennri vígsluhátíð hesthússins á Þorlákstöðum í dag. Bjarni Kristjánsson bóndi hóf athöfnina með ávarpi og bauð gestum að ganga til veitinga, sem ekki voru skornar við nögl. Séra Gunnar á Reynivöllum blessaði starfsemina og
![]() |
| Bjarni Kristjánsson |
Af máli gesta mátti heyra að þeir voru ánægðir og stoltir af hversu vel hafi tekist til með að endurgera byggingarnar á Þorláksstöðum og að aðstæður væru til fyrirmyndar. Þá kom það skýrt fram að Bjarni hafi sýnt mikið áræði með að hrinda breytingunum í framkvæmd og láta draum sinn rætast; að snúa sér alfarið að hrossarækt og tamningum, enda sé hann þar á réttri hillu. Bæði hefur hann reynst farsæll ræktandi jafnt sem eljusamur og snjall tamningarmaður.

