Fara í efni

Fjölskyldulundur við Ásgarð

Deila frétt:

Það er sveitarstjórn sönn ánægja að bjóða íbúum og eigendum frístundahúsa að njóta leiksvæðisins sem nú hefur verið komið upp við Ásgarð.  Komið hefur verið upp Ærslabelg og rólum, síðar í sumar verður líka sett upp grill og borð með á föstum bekkjum.  Tilgangurinn er að fjölskyldur geti komið saman og notið samveru og leiks í þessum fallega lundi.  Við hvetjum til þess að þeir sem sækja lundinn heim gangi vel um svæðið, fari úr skóm þegar þeir nota Ærslabelginn og taki allt rusl með sér af staðnum.